„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2022 08:24 Árásin átti sér stað á Blönduósi aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Vísir/Helena Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. „Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá börnum hjónanna Evu Hrundar Pétursdóttur og Kára Kárasonar sem urðu fyrir skotárás manns aðfaranótt sunnudagsins þar sem Eva Hrund lést og Kári særðist alvarlega. Undir yfirlýsinguna rita börnin Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lífið breyst til frambúðar Í yfirlýsingu barnanna segir að líf þeirra hafi breyst til frambúðar á sunnudaginn og verði aldrei aftur eins. „Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Mikilvægast að faðirinn nái heilsu á ný Þau biðla svo til fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs þeirra, fjölskyldu og heimilis. Þau þurfi frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður sína og hlúa að föður sínum. „Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það,“ segir í yfirlýsingunni. Lesa má yfirlýsinguna frá börnum hjónanna í heild sinni að neðan: Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Rannsókn miðar vel Fram kom í yfirlýsingu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær að rannsókn málsins miði vel, en meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát árásarmannsins bar að og er talið að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós. Árásarmaðurinn, Brynjar Þór Guðmundsson, var látinn þegar lögreglu bar að garði á sunnudaginn og var tvennt handtekið á vettvangi – sonur hjónanna, Hilmar Þór, og unnusta hans. Þeim var svo sleppt samdægurs að loknum skýrslutökum. Samkvæmt heimildum fréttastofu yfirbugaði Hilmar Þór vopnaðan skotárasarmanninn með þeim afleiðingum að hann lést. Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23. ágúst 2022 06:37 Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22. ágúst 2022 18:38 Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
„Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá börnum hjónanna Evu Hrundar Pétursdóttur og Kára Kárasonar sem urðu fyrir skotárás manns aðfaranótt sunnudagsins þar sem Eva Hrund lést og Kári særðist alvarlega. Undir yfirlýsinguna rita börnin Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lífið breyst til frambúðar Í yfirlýsingu barnanna segir að líf þeirra hafi breyst til frambúðar á sunnudaginn og verði aldrei aftur eins. „Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Mikilvægast að faðirinn nái heilsu á ný Þau biðla svo til fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs þeirra, fjölskyldu og heimilis. Þau þurfi frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður sína og hlúa að föður sínum. „Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það,“ segir í yfirlýsingunni. Lesa má yfirlýsinguna frá börnum hjónanna í heild sinni að neðan: Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Rannsókn miðar vel Fram kom í yfirlýsingu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær að rannsókn málsins miði vel, en meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát árásarmannsins bar að og er talið að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós. Árásarmaðurinn, Brynjar Þór Guðmundsson, var látinn þegar lögreglu bar að garði á sunnudaginn og var tvennt handtekið á vettvangi – sonur hjónanna, Hilmar Þór, og unnusta hans. Þeim var svo sleppt samdægurs að loknum skýrslutökum. Samkvæmt heimildum fréttastofu yfirbugaði Hilmar Þór vopnaðan skotárasarmanninn með þeim afleiðingum að hann lést.
Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen.
Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23. ágúst 2022 06:37 Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22. ágúst 2022 18:38 Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23. ágúst 2022 06:37
Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22. ágúst 2022 18:38
Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24