Erlent

Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eitur­lyf

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sanna er búin að sanna mál sitt.
Sanna er búin að sanna mál sitt. EPA/Kimmo Brandt

Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga.

Myndbönd af forsætisráðherranum fóru í dreifingu í síðustu viku þar sem hún sást dansa í heimasamkvæmi en andstæðingar Sönnu á þinginu hafa sakað hana um að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndbandið var tekið.

Hún hefur staðfastlega neitað því og sagt að hún hafi einungis neytt áfengis umrætt kvöld og ekki einu sinni prófað eiturlyf á ævinni.

Hún tók fíkniefnapróf á föstudaginn til þess að sýna fram á það að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum. Sanna fékk neikvætt úr prófinu og því hefur hún sannað mál sitt. Í tilkynningu frá Sönnu segir að hún hafi borgað fyrir prófið sjálf.

Fjöldi fólks hefur sýnt Sönnu stuðning eftir að myndbandið fór í dreifingu en nýlega fór myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, á fulla ferð á Twitter. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann.


Tengdar fréttir

Sanna Marin fór í fíkni­efna­próf

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×