Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 22. ágúst 2022 13:23 Þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín sátu í skipulagsnefnd þar sem lóðaúthlutun til Heidelberg Cement var samþykkt. Þær dauðsjá nú eftir því að skrifað undir það og biðjast afsökunar. vísir/vilhelm/egill/xb framfarasinnar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. Vísir fjallaði ítarlega um málið á föstudaginn og nú hafa tveir sveitarstjórnarmenn Ölfuss, þær Hrönn Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, ritað grein sem þær birta í Hafnarfréttum þar sem þær harma að hafa samþykkt á fundi skipulagsnefndar 21. júlí síðastliðinn umsókn Heidelberg Cement um tæplega 5 hektara lóð undir vinnslu sements sem flytja á út til Evrópu. Þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín sátu umræddan fund sem fulltrúar XB Framfarasinna og segja að þær hefðu „aldrei átt að veita samþykki fyrir lóðaúthlutuninni enda endurspeglar þetta verkefni hvorki skoðun okkar persónulega né stefnumál framboðsins.“ Í greininni segjast þær þar hafa gengið gegn þeirri stefnu að laða til samfélagsins lítil og meðalstór fyrirtæki sem þessi áform séu sannarlega ekki. „Það er vont að fara gegn eigin sannfæringu og því langar okkur að leiðrétta þetta, viðurkenna mistök okkar og draga lærdóm af,“ segja þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín. Sem leggja áherslu á að verkefni af þessari stærðargráðu að fara þurfi í ítarlega íbúakynningu en ekki eigi að taka ákvarðanir sem þessar í flýti og/eða undir pressu. Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í Ölfusi, sveitarfélaginu sem Þorlákshöfn tilheyrir. Elliði Vignisson bæjarstjóri og Ása Berglind Hjálmarsdóttir oddviti H-listans eru á öndverðum meiði; meðan sú síðarnefnda vill gjalda varhug við fyrirhuguðum framkvæmdum telur Elliði að leita verði allra leiða til að fá hina atvinnuskapandi og tekjuaukandi starfsemi í Þorlákshöfn. vísir/egill „Margur kann að hugsa að þessi grein sé skrifuð af pressu frá samflokksmönnum, H-listanum eða vegna umræðunnar í samfélaginu en það er svo sannarlega ekki málið. Þeir sem standa okkur næst vita að svo er ekki. Málið búið að liggja þungt á okkur enda var okkur strax ljóst að við gerðum mistök. En til að læra af mistökunum þurfum við að horfast í augu við þau og viðurkenna þau,“ segir meðal annars í pistli þeirra. Eftir umfjöllun Vísis á föstudag skrifuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem skipa meirihluta í Ölfusi grein til birtingar á Vísi. Tilefnið var að sögn: „Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags“. Þar er vísað til orða Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-lista í umfjöllun Vísis. Í greininni eru rakin ýmis atriði sem greinarhöfundar flokka sem rangfærslur. Þannig að ljóst má vera að í Þorlákshöfn eru skiptar skoðanir um skipulag og atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu. Ölfus Stóriðja Samgöngur Skipulag Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Þorpið mitt Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. 20. ágúst 2022 18:01 Berum virðingu, vöndum okkur Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. 19. ágúst 2022 14:32 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Vísir fjallaði ítarlega um málið á föstudaginn og nú hafa tveir sveitarstjórnarmenn Ölfuss, þær Hrönn Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, ritað grein sem þær birta í Hafnarfréttum þar sem þær harma að hafa samþykkt á fundi skipulagsnefndar 21. júlí síðastliðinn umsókn Heidelberg Cement um tæplega 5 hektara lóð undir vinnslu sements sem flytja á út til Evrópu. Þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín sátu umræddan fund sem fulltrúar XB Framfarasinna og segja að þær hefðu „aldrei átt að veita samþykki fyrir lóðaúthlutuninni enda endurspeglar þetta verkefni hvorki skoðun okkar persónulega né stefnumál framboðsins.“ Í greininni segjast þær þar hafa gengið gegn þeirri stefnu að laða til samfélagsins lítil og meðalstór fyrirtæki sem þessi áform séu sannarlega ekki. „Það er vont að fara gegn eigin sannfæringu og því langar okkur að leiðrétta þetta, viðurkenna mistök okkar og draga lærdóm af,“ segja þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín. Sem leggja áherslu á að verkefni af þessari stærðargráðu að fara þurfi í ítarlega íbúakynningu en ekki eigi að taka ákvarðanir sem þessar í flýti og/eða undir pressu. Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í Ölfusi, sveitarfélaginu sem Þorlákshöfn tilheyrir. Elliði Vignisson bæjarstjóri og Ása Berglind Hjálmarsdóttir oddviti H-listans eru á öndverðum meiði; meðan sú síðarnefnda vill gjalda varhug við fyrirhuguðum framkvæmdum telur Elliði að leita verði allra leiða til að fá hina atvinnuskapandi og tekjuaukandi starfsemi í Þorlákshöfn. vísir/egill „Margur kann að hugsa að þessi grein sé skrifuð af pressu frá samflokksmönnum, H-listanum eða vegna umræðunnar í samfélaginu en það er svo sannarlega ekki málið. Þeir sem standa okkur næst vita að svo er ekki. Málið búið að liggja þungt á okkur enda var okkur strax ljóst að við gerðum mistök. En til að læra af mistökunum þurfum við að horfast í augu við þau og viðurkenna þau,“ segir meðal annars í pistli þeirra. Eftir umfjöllun Vísis á föstudag skrifuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem skipa meirihluta í Ölfusi grein til birtingar á Vísi. Tilefnið var að sögn: „Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags“. Þar er vísað til orða Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-lista í umfjöllun Vísis. Í greininni eru rakin ýmis atriði sem greinarhöfundar flokka sem rangfærslur. Þannig að ljóst má vera að í Þorlákshöfn eru skiptar skoðanir um skipulag og atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu.
Ölfus Stóriðja Samgöngur Skipulag Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Þorpið mitt Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. 20. ágúst 2022 18:01 Berum virðingu, vöndum okkur Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. 19. ágúst 2022 14:32 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Þorpið mitt Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. 20. ágúst 2022 18:01
Berum virðingu, vöndum okkur Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. 19. ágúst 2022 14:32
„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53