Berum virðingu, vöndum okkur Gestur Þór Kristjánsson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Erla Sif Markúsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir skrifa 19. ágúst 2022 14:32 Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun