Klopp ætlaði að hringja inn í útvarpsþátt til að láta fyrrum leikmann heyra það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 23:31 Jürgen Klopp var heldur hissa á ummælum Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið nálægt því að hringja inn í útvarpsþátt í vikunni eftir að hann heyrði ummæli Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Agbonlahor fór þá ófögrum orðum um erkifjendur Liverpool í Manchester United. Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira