Erlent

Sanna Marin fór í fíkni­efna­próf

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sanna Marin hefur tekið fíkniefnapróf til þess að sýna fram á það að hún hafi ekki tekið eiturlyf.
Sanna Marin hefur tekið fíkniefnapróf til þess að sýna fram á það að hún hafi ekki tekið eiturlyf. EPA

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni.

Djammmyndbönd af Sönnu fóru í dreifingu fyrr í vikunni þar sem hún sást vera að dansa, syngja og skemmta sér ásamt vinum sínum. Hún hefur þvertekið fyrir það að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndbandið var tekið og sagt að hún hafi einungis neytt áfengis.

Samkvæmt grein BBC hefur Sanna nú farið í fíkniefnapróf til þess að sanna það að hún hafi einungis verið að drekka áfengi þetta kvöld. Hún greindi sjálf frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag. Niðurstöður úr prófinu ættu að koma í næstu viku.

„Ég gerði ekkert ólöglegt,“ sagði Sanna á blaðamannafundinum en varð árið 2019 yngsti forsætisráðherra heims, þá einungis 34 ára gömul.

Einhverjir hafa kallað eftir því að Sanna segi af sér sem forsætisráðherra og myndböndin sýna athæfi sem forsætisráðherra er ekki sæmandi. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi hefur sagt að Sanna njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins.

Gagnrýnendur Sönnu hafa spurt hvort hún hefði getað tekið brýna ákvörðun tengda starfi sínu í því ástandi sem hún var þetta kvöld. Hún svaraði því með því að segja: „Ég man ekki eftir einu einasta skipti þar sem ég var kölluð í þinghúsið um miðja nótt.“

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.