Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 09:43 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Samsett Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira