Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 09:43 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Samsett Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira