Erlent

Nota geitur og kindur til að sporna við skógar­eldum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Um er að ræða aðferð sem var mikið notuð á árum áður. 
Um er að ræða aðferð sem var mikið notuð á árum áður.  Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er.

Það að notast við geitfé til að sporna við skógareldum tíðkaðist oft undir lok nítjándu aldar. Nú hafa yfirvöld í Barselóna lagt traust sitt á dýrin til að redda málunum en hitabylgjur og miklir þurrkar hafa verið að hrjá þjóðir um sunnanverða Evrópu í allt sumar.

„Þetta er ekki ný uppfinning. Við erum að endurheimta eitthvað sem var nú þegar til og var að hverfa,“ hefur The Guardian eftir Guillem Canaleta, starfsmanni Pau Costa-verkefnisins. Verkefnið gengur út á að nýta geitfé til að éta upp gras svo minni hætta sé á eldunum.

Þó dýrin minnki líkurnar á skógareldum, þá geta þau ekki útrýmt þeim. Samkvæmt The Guardian eiga þau að skilja eftir bletti með engu grasi svo eldurinn nái ekki mikilli dreifingu á stuttum tíma. Þá eiga slökkviliðsmenn auðveldara með að ná stjórn á aðstæðum.


Tengdar fréttir

Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag

Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×