Skógareldar í nágrenni Íslendingabyggða á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 20:14 Reykjarmökkurinn undan gróðureldunum sést úr töluverðri fjarlægð. Vísir/Daniel Giarizzo Skógareldur braust út í bænum Guardamar del Segura, skammt sunnan við Alicante síðdegis. Eldar loga í um tíu metra fjarlægð frá íbúðarhúsum. Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust. Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust.
Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira