Formúlubíll á hraðbraut í Tékklandi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 14:25 Skjáskot úr myndbandinu sem er í dreifingu á Twitter. Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla. Myndband af Ferrari formúlubíl á D4-hraðbrautinni í Tékklandi fór í dreifingu á Twitter í vikunni og töldu einhverjir að um væri að ræða ökumann úr Formúlu 1. Hann væri mögulega að taka upp auglýsingu eða sjónvarpsþátt. Bíllinn er merktur með styrktaraðilum Ferrari í formúlunni og með tölustafnum 7 eins og var á bíl Finnans Kimi Raikkonen þegar hann keyrði fyrir Ferrari. Raikkonen er síðasti ökuþór Ferrari til að vinna Formúlu 1 kappaksturinn en það gerði hann árið 2007. Samkvæmt The Supercar Blog þá er um að ræða gamlan GP2 bíl sem notaður var á árunum 2008-2010. GP2 þekkist í dag sem Formúla 2 en bílarnir þar eru um það bil helmingi kraftminni en þeir sem notaðir eru í Formúlu 1. Alltaf með hjálm Lögreglan í Tékklandi rannsakar nú myndbandið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd af ökumanninum birtast á samfélagsmiðlum. Það hefur þó reynst lögreglunni að sekta ökumanninn en hann er ávallt klæddur í kappakstursgalla og með hjálm svo ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Lögreglan veit hver eigandi bílsins er enn hann heldur því fram að þetta sé ekki hann sem er að keyra á myndböndunum. Ef lögreglunni tekst að sanna hver ökumaðurinn á myndbandinu er á hann von á háum sektum en ekki er löglegt að keyra slíkan bíl á götum úti. Someone took an old GP2 car on a highway joyride in the Czech Republic. Police have not been able to identify the driver and are looking for him. : @MigueluVe pic.twitter.com/rNgr8j87H0— Dan - EngineMode11 (@EngineMode11) August 14, 2022 Akstursíþróttir Tékkland Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Myndband af Ferrari formúlubíl á D4-hraðbrautinni í Tékklandi fór í dreifingu á Twitter í vikunni og töldu einhverjir að um væri að ræða ökumann úr Formúlu 1. Hann væri mögulega að taka upp auglýsingu eða sjónvarpsþátt. Bíllinn er merktur með styrktaraðilum Ferrari í formúlunni og með tölustafnum 7 eins og var á bíl Finnans Kimi Raikkonen þegar hann keyrði fyrir Ferrari. Raikkonen er síðasti ökuþór Ferrari til að vinna Formúlu 1 kappaksturinn en það gerði hann árið 2007. Samkvæmt The Supercar Blog þá er um að ræða gamlan GP2 bíl sem notaður var á árunum 2008-2010. GP2 þekkist í dag sem Formúla 2 en bílarnir þar eru um það bil helmingi kraftminni en þeir sem notaðir eru í Formúlu 1. Alltaf með hjálm Lögreglan í Tékklandi rannsakar nú myndbandið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd af ökumanninum birtast á samfélagsmiðlum. Það hefur þó reynst lögreglunni að sekta ökumanninn en hann er ávallt klæddur í kappakstursgalla og með hjálm svo ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Lögreglan veit hver eigandi bílsins er enn hann heldur því fram að þetta sé ekki hann sem er að keyra á myndböndunum. Ef lögreglunni tekst að sanna hver ökumaðurinn á myndbandinu er á hann von á háum sektum en ekki er löglegt að keyra slíkan bíl á götum úti. Someone took an old GP2 car on a highway joyride in the Czech Republic. Police have not been able to identify the driver and are looking for him. : @MigueluVe pic.twitter.com/rNgr8j87H0— Dan - EngineMode11 (@EngineMode11) August 14, 2022
Akstursíþróttir Tékkland Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira