Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 11:26 Aung San Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar síðan í febrúar 2021. AP Photo Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum. Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum.
Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18
Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01
Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37