Íslenski boltinn

Búinn að eiga beinan þátt í tólf mörkum KA-liðsins í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nökkvi Þeyr Þórisson fagnar einu marka sinna í sumar með liðsfélögum sínum í KA.
Nökkvi Þeyr Þórisson fagnar einu marka sinna í sumar með liðsfélögum sínum í KA. Vísir/Hulda Margrét

Nökkvi Þeyr Þórisson var maðurinn á bak við öll þrjú mörk KA-manna í sigrinum á Skagamönnum í Bestu deildinni í gær og nú eru liðnir fimm heilir leikir og fjórar vikur síðan að KA-menn skoruðu án þátttöku hans.

Nökkvi Þeyr skoraði tvö mörk sjálfur í sigrinum á ÍA í gær. Hann átti síðan stoðsendinguna á Hallgrím Mar Steingrímsson í þriðja marki liðsins.

Nökkvi hefur nú skorað þrettán mörk í Bestu deildinni í sumar og er markahæsti leikmaður deildarinnar.

KA hefur skorað tólf mörk í síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar og Nökkvi Þeyr hefur átt beinan þátt í þeim öllum.

Í þessum fimm leikjum hefur Nökkvi skorað sex mörk og gefið að auki sex stoðsendingar.

Hann hefur átt þátt í þremur mörkum í fjórum af þessum fimm leikjum.

Síðasta mark KA sem Nökkvi kom ekki að var mark Sveins Margeirs Haukssonar í 5-0 sigri á Leikni 17. júlí síðastliðinn en Sveinn skoraði þar eftir einleik frá miðju.

Nökkvi skorað annars tvö marka Leiknis í þessari fimm marka heimsókn liðsins í Efra Breiðholt fyrir fjórum vikum síðan.

Alls er Nökkvi búinn að koma með beinum hætti að tuttugu mörkum í sautján leikjum í Bestu deild karla í sumar, skoraði þrettán sjálfur, gefið fimm stoðsendingar og fiskað tvö víti.

  • Síðustu fimm leikir KA í deild og bikar:
  • 3-1 sigur á Keflavík í deildinni: 1 mark og 2 stoðsendingar
  • 3-0 sigur á FH í deildinni: 1 mark og 2 stoðsendingar
  • 0-1 tap fyrir KR í deildinni: KA skoraði ekki
  • 3-0 sigur á Ægi í bikarnum: 2 mörk og 1 stoðsending
  • 3-0 sigur á ÍA í deildinni: 2 mörk og 1 stoðsending
  • Samtals hjá Nökkva Þey Þórissyni í síðustu fimm leikjum:
  • 6 mörk
  • 6 stoðsendingarFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.