Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 07:31 Erik ten Hag í leiknum gegn Brentford. Hann boðaði leikmenn á æfingu daginn eftir. Shaun Botterill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira