Erlent

„Ég er hundrað prósent mannæta“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bandaríski leikarinn Armie Hammer.
Bandaríski leikarinn Armie Hammer. Getty

Ný heimildamynd er væntanleg þar sem fórnarlömb Armie Hammer stíga fram og lýsa hrottafengnu ofbeldi sem þessi 35 ára bandaríski leikari beitti þær.

„Ég er hundrað prósent mannæta. Mig langar að éta þig,“ er á meðal viðurstyggilegra skilaboða sem fyrrverandi kærustur Hammer fengu að heyra í hrottalegum ofbeldissamböndum. 

Í nýrri sláandi stiklu heimildamyndar um ofbeldi Hammer, stíga fyrrverandi kærustur leikarans fram og lýsa ofbeldinu. 

Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun

House of Hammer heitir heimildamyndin og á meðal þeirra sem opna sig er frænka Armie, Casey Hammer. 

„Þessi hegðun á sér djúpar rætur. Utan frá vorum við hin fullkomna fjölskylda," segir Casey í stiklunni og líkir fjölskyldunni við þá sem birtist í þáttaseríunni Succession, nema á sterum.

Armie Hammer gerði garðinn upphaflega frægan með leik sínum í kvikmyndumá borð við Social Network og Call Me By Your Name. Heimildamyndin verður sýnd á discovery+ en stikluna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun

24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers.

Segir Armi­e Hammer hafa „merkt sig“ og dreift nektar­myndum í ó­leyfi

Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Paige Lorenze segir leikarann Armie Hammer hafa rist upphafsstaf sinn við lífbein hennar og síðar sleikt blóðið í burtu. Lorenze, sem var kærasta Hammer undir lok síðasta árs, hefur áður greint frá því að hann hafi dreift nektarmyndum af henni án hennar leyfis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.