Skógareldar í nágrenni Íslendingabyggða á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 20:14 Reykjarmökkurinn undan gróðureldunum sést úr töluverðri fjarlægð. Vísir/Daniel Giarizzo Skógareldur braust út í bænum Guardamar del Segura, skammt sunnan við Alicante síðdegis. Eldar loga í um tíu metra fjarlægð frá íbúðarhúsum. Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust. Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust.
Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira