Enski boltinn

Fjórum leik­mönnum Totten­ham bannað að æfa með fé­laginu

Atli Arason skrifar
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, er búinn að ákveða leikmannahóp sinn fyrir komandi leiktímabil.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, er búinn að ákveða leikmannahóp sinn fyrir komandi leiktímabil. Getty Images

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham hefur bannað Harry Winks, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Sergio Reguilón að æfa með aðalliðinu.

Leikmennirnir fjórir eru ekki í framtíðaráformum Conte og hafa þeir þurft að æfa í einrúmi allt frá því að liðið kom til baka af undirbúningstímabili sínu í Suður-Kóreu.

Ndombele var dýrasti leikmaður Tottenham þegar liðið keypti hann frá Lyon árið 2019. Hann er sagður vera á leið til Napoli á meðan Lo Celso gæti verið á leið til Villareal á Spáni.

Óvíst er hvað verður um Winks og Regulión en einhverjir miðlar hafa orðað Winks við Valencia á meðan Regulión gæti farið til Brighton að fylla upp í skarðið sem Marc Cucrella skildi eftir sig þegar Brighton seldi hann til Chelsea á dögunum.

Að öðru leyti er Conte ánægður með leikmannahópinn sinn en hann segir það vera kjánalegt ef Tottenham myndi kaupa fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugganum lokar þann 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×