Erlent

Skaut ellefu manns til bana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Viðbragðsaðilar standa við lík eins þeirra sem maðurinn skaut til bana.
Viðbragðsaðilar standa við lík eins þeirra sem maðurinn skaut til bana. AP/Risto Bozovic

Karlmaður var í dag skotinn til bana af lögreglu í borginni Cetinje í Svartfjallalandi eftir að hafa sjálfur myrt ellefu manns. Sex aðrir eru slasaðir eftir skotárásina.

Maðurinn hóf skothríð í hverfi sínu fyrr í dag og hæfðu skot hans alls sautján manns en talið er að ástæðan fyrir árásinni séu fjölskylduerjur. Lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um málið en von er á blaðamannafundi seinna í kvöld.

Einn þeirra særðu er lögreglumaður en þegar lögregla mætti á staðinn hóf maðurinn að skjóta í átt að þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×