Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu

Harry Kane skallar hér boltann í netið og tryggir Tottenham Hotspur stig. 
Harry Kane skallar hér boltann í netið og tryggir Tottenham Hotspur stig.  Vísir/Getty

Það var mikill hiti í þessum leik, allt í senn veðurfræðilega, innan vallar og á hliðarlínunni. 

Kalidou Koulibaly náði forystunni fyrir Chelsea þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af leiknum með fyrsta deildmarki sínu fyrir liðið. 

Pierre Hojbjerg jafnaði metin fyrir Tottenham Hotspur um miðbik seinni hálfleiks en Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, vildi meina að brotið hefði verið á Kai Havertz í aðdraganda marksins og lenti í orðaskaki við dómarateymið og Antonio Conte, kollega sinna hjá Tottenham Hotspur. 

Afar heitt var í hamsi á milli knattspyrnustjóranna allan leikinn og átti eftir að sjóða meira upp úr á milli þeirra. 

Reece James kom Chelsea yfir í leiknum.

Chelsea náði forskoti á nýjan leik þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Reece James var þá skyndilega einn á auðum sjó eftir að gestirnir misstu boltann klaufalega og bakvörðurinn kláraði færið af stakri prýði. 

Tuchel fagnaði markinu með því að taka drjúgan sprett niður hliðarlínuna og það benti allt til að mark James myndi skilja liðin að. 

Á lokaandartökum leiksins fékk Tottenham Hotspur hins vegar hornspyrnu og Harry Kane sá til þess að liðið skiptust á jafnan hlut. 

Eftir leikinn lenti Tuchel og Conte í ryskingum í kjölfar handabands þeirra og fengu þeir báðir rautt spjald fyrir sinn þátt í þeim viðskiptum. 

Liðin eru þar af leiðandi bæði með fjögur stig eftir tvær umferðir. 

Ólíklegt er að Thomas Tuchel og Antonio Conte hafi sest niður í rólegheitunum til þess að ræða málin að leik loknum. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira