Erlent

Skoða það að taka Freyju af lífi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Freyja hefur sökkt nokkrum smábátum í höfnum Noregs.
Freyja hefur sökkt nokkrum smábátum í höfnum Noregs.

Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni.

Rostungurinn Freyja hefur vakið mikla athygli í Noregi en nýlega kom hún sér fyrir í smábátahöfn nærri Osló og þar hefur hún sökkt nokkrum bátum. Oftar en ekki hefur það þó verið óviljaverk þar sem talið er að Freyju finnist bátarnir svo líkir steinum og hún vilji einungis fá að leggja sig í friði. Bátarnir eru ekki allir nægilega sterkir til að halda sér á floti þegar sex hundruð kílóa rostungur skríður upp í.

Um miðjan júlí varaði Fiskistofa Noregs fólk við því að nálgast Freyju of mikið þar sem talið væri að ef hún teldi sér vera ógnað gæti hún brugðist illa við. Fiskistofan sagði einnig að það kæmi ekki til greina að drepa Freyju. 

Nú, rúmum þremur vikum seinna, hafa Norðmenn þó tekið aðra stefnu í málinu. Verið er að skoða hvort það eigi að aflífa hana. Frægð hennar hefur orðið henni að falli og það að allir vilji taka mynd með henni hefur skapað hættu. Það að ferðamenn geti ekki látið hana vera gæti orðið til þess að hún verði drepin. 

Dýralæknar telja að Freyja sé ekki að fá nægilega hvíld og að hún sé að verða ansi stressuð en hún verður enn stressaðri þegar stórir hópar nálgast hana. Áreiti gæti því mögulega orðið til þess að Freyja ráðist á fólk.  


Tengdar fréttir

Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju

Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.