Segist hafa átt eina erfiðustu viku lífs síns með Ezra Miller á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 15:32 Ezra Miller spilar með hljómsveitnni Sons of an Illustrious Father í London árið 2018. Getty/Burak Cingi Ung tónlistarkona sem kveðst hafa verið í sambandi með Ezra Miller á meðan hán dvaldi á Íslandi sakar Hollywood-stirnið um að hafa beitt sig sálrænu ofbeldi og skapað aðstæður sem minntu einna helst á sértrúarsöfnuð. Greint hefur verið frá því að hið 29 ára Miller, sem er hvað þekktast fyrir að fara með hlutverk Flash í ofurhetjumyndum DC og Credence Barebone í Fantastic Beasts-kvikmyndaflokknum, hafi dvalið á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Dvöl Miller vakti víða fjölmiðlaathygli þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í Reykjavík og greint hefur verið frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Lýsir einni skelfilegustu vikunni í lífi sínu Auk þess að leigja Airbnb-íbúð í Kópavogi er Miller sagt hafa leigt hluta af Hótel Laugarbakka á Norðurlandi til þess að taka upp tónlist. Þar á hán að hafa kynnst áðurnefndri tónlistarkonu sem er hvergi nafngreind í umfjöllun Insider. Þar er haft eftir henni að Miller hafi boðið henni, þá átján ára, að hitta sig á hótelinu. Fyrsta daginn hafi þau og aðrir tónlistarmenn kyrjað heiðin kvæði, reykt gras og setið saman í heitum potti. Eftir hafa tekið þátt í trekanti með Miller og annarri konu hafi hán svo boðið henni að dvelja með sér á hótelinu. Tónlistarkonan var þar í alls sex daga og segir Insider að þetta tímabil hafi verið „ein af skelfilegustu vikunum í lífi [sínu].“ Hún tekur fram að hún hafi verið á slæmum stað á þessum tíma og bæði háð áfengi og fíkniefnum. Tónlistarkonan segir að Miller hafi sagt að hán elskaði hana eina stundina og svo kallað hana „andskotans ógeð“ þá næstu og lýsir hegðuninni sem sálrænu ofbeldi. Hún hafi þrisvar sinnum sofið hjá Miller sem hafi þá orðið „heltekinn af æxlunargetu hennar.“ Í tengslum við það hafi Miller tilbeðið „fullkomið“ leg hennar og oft talað við það, horft á það og faðmað, af því er fram kemur í umfjöllun Insider. Passað við lýsingar á leiðtogum sértrúarsafnaðar Tónlistarkonan segir að Miller hafi að þessu loknu reynt að sannfæra hana um að koma með sér til Hollywood en hún að endingu snúið aftur á heimili sitt í Reykjavík. Fram kemur í grein Insider að eftir að hún hafi komið heim hafi áhyggjufullur meðleigjandi hennar afhent henni fræðsluefni um sértrúarsöfnuði en orðrómur var lengi á kreiki um að Miller starfrækti slíkan söfnuð í leiguíbúð sinni í Kópavogi. Að sögn Insider las hún þar meðal annars að leiðtogar sértrúarsöfnuða lofuðu fólki oft andlegri vakningu, einangruðu fórnarlömb sín og gáfu þeim efnislega hluti til þess að reyna að stjórna þeim. Hún segist hafa orðið mjög hrædd eftir lesturinn þar sem þetta „væri nákvæmlega það sem ég upplifði með Ezra.“ „Þetta voru einungis sex dagar en mér leið eins og þetta hafi verið mun, mun lengri tími.“ Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09 Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Greint hefur verið frá því að hið 29 ára Miller, sem er hvað þekktast fyrir að fara með hlutverk Flash í ofurhetjumyndum DC og Credence Barebone í Fantastic Beasts-kvikmyndaflokknum, hafi dvalið á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Dvöl Miller vakti víða fjölmiðlaathygli þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í Reykjavík og greint hefur verið frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Lýsir einni skelfilegustu vikunni í lífi sínu Auk þess að leigja Airbnb-íbúð í Kópavogi er Miller sagt hafa leigt hluta af Hótel Laugarbakka á Norðurlandi til þess að taka upp tónlist. Þar á hán að hafa kynnst áðurnefndri tónlistarkonu sem er hvergi nafngreind í umfjöllun Insider. Þar er haft eftir henni að Miller hafi boðið henni, þá átján ára, að hitta sig á hótelinu. Fyrsta daginn hafi þau og aðrir tónlistarmenn kyrjað heiðin kvæði, reykt gras og setið saman í heitum potti. Eftir hafa tekið þátt í trekanti með Miller og annarri konu hafi hán svo boðið henni að dvelja með sér á hótelinu. Tónlistarkonan var þar í alls sex daga og segir Insider að þetta tímabil hafi verið „ein af skelfilegustu vikunum í lífi [sínu].“ Hún tekur fram að hún hafi verið á slæmum stað á þessum tíma og bæði háð áfengi og fíkniefnum. Tónlistarkonan segir að Miller hafi sagt að hán elskaði hana eina stundina og svo kallað hana „andskotans ógeð“ þá næstu og lýsir hegðuninni sem sálrænu ofbeldi. Hún hafi þrisvar sinnum sofið hjá Miller sem hafi þá orðið „heltekinn af æxlunargetu hennar.“ Í tengslum við það hafi Miller tilbeðið „fullkomið“ leg hennar og oft talað við það, horft á það og faðmað, af því er fram kemur í umfjöllun Insider. Passað við lýsingar á leiðtogum sértrúarsafnaðar Tónlistarkonan segir að Miller hafi að þessu loknu reynt að sannfæra hana um að koma með sér til Hollywood en hún að endingu snúið aftur á heimili sitt í Reykjavík. Fram kemur í grein Insider að eftir að hún hafi komið heim hafi áhyggjufullur meðleigjandi hennar afhent henni fræðsluefni um sértrúarsöfnuði en orðrómur var lengi á kreiki um að Miller starfrækti slíkan söfnuð í leiguíbúð sinni í Kópavogi. Að sögn Insider las hún þar meðal annars að leiðtogar sértrúarsöfnuða lofuðu fólki oft andlegri vakningu, einangruðu fórnarlömb sín og gáfu þeim efnislega hluti til þess að reyna að stjórna þeim. Hún segist hafa orðið mjög hrædd eftir lesturinn þar sem þetta „væri nákvæmlega það sem ég upplifði með Ezra.“ „Þetta voru einungis sex dagar en mér leið eins og þetta hafi verið mun, mun lengri tími.“
Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09 Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09
Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent