Erlent

Sænskur þing­maður sendi nektar­myndband úr þing­húsinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þingmaðurinn er sagður hafa tekið myndirnar í sænska þinghúsinu.
Þingmaðurinn er sagður hafa tekið myndirnar í sænska þinghúsinu. EPA/Mauritz Antin

Nektarmyndband af sænskum þingmanni sem talið er að hafi verið tekið upp í þinghúsinu þar í landi er nú í dreifingu samkvæmt Aftonbladet. Maðurinn situr á þingi fyrir Svíþjóðardemókrata en flokkurinn hefur hafið rannsókn á málinu.

Samkvæmt grein Aftonbladet er umræddur þingmaður með sæti í fjölmörgun nefndum innan þingsins en myndbandið sendi hann á samskiptamiðlinum Messenger. Talið er að myndbandið hafi verið tekið upp á skrifstofu innan sænska þinghússins.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá er þetta óásættanlega hegðun sem er litin alvarlegum augum á. Við munum ræða við þingmanninn og komast að því hvað gerðist,“ segir í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Svíþjóðardemókrata við fyrirspurn Aftonbladet.

Það gæti verið að atvikið verði tilkynnt til lögreglu ef það er metið svo alvarlegt. Í grein Aftonbladet kemur fram að fjölmiðillinn hafi reynt að ná tali af þingmanninum, án árangurs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×