Erlent

Auknar á­hyggjur af kjarn­orku­verinu eftir árás Rússa

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Yfirvöld í Úkraínu hafa áhyggjur af stöðunni.
Yfirvöld í Úkraínu hafa áhyggjur af stöðunni. Getty/Stringer

Yfirvöld í Úkraínu hafa auknar áhyggjur af öryggi í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu eftir loftárás rússneskra hersveita hinn 5. ágúst síðastliðinn. Kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu.

Innviðir nærri kjarnorkuverinu skemmdust töluvert samkvæmt færslu úkraínska kjarnorkufyrirtækisins Energoatom á samskiptamiðlinum Telegram. Slökkt hefur verið á einum kjarnakljúfi og neyðaráætlun hefur verið virkjuð. 

Í færslunni segir að verksmiðjan sé enn undir stjórn rússneskra hersveita. Starfsfólkið kjarnorkuversins, sem er frá Úkraínu, leggi kapp á að tryggja öryggi en hætta er talin á því að geislavirk efni leki út. Guardian greinir frá.

Eins og fyrr segir er kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu. Rússneskar hersveitir náðu yfirráðum yfir Zaporizhzhya hinn 4. mars, þegar árás var gerð á borgina Energodar í suðausturhluta Úkraínu, þar sem kjarnorkuverið er staðsett.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.