Innlent

Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eldgosið er í fullum gangi.
Eldgosið er í fullum gangi. Vísir/Vilhelm

Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum.

Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við eldgosið í Meradölum. Þar munu þeir fylgjast með gosinu, aðstæðum og ferðalöngum sem þar eru.

Veðuraðstæður við eldgosið eru ekki upp á marga fiska. Það er nokkuð hvasst, blautt og þoka hefur legið yfir svæðinu í dag. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó, þegar þetta er skrifað, fjöldi fólks á leið að gosstöðvunum.

Útsendingu Vísis er lokið í kvöld en hægt er að horfa aftur á hluta hennar í spilaranum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.