Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 07:31 Helgi Guðjónsson og félagar í Víkingi halda með 1-0 forskot til Póllands í næstu viku. Það er algjörlega óásættanlegt að mati pólskra fjölmiðlamanna. vísir/diego „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki