Enski boltinn

Leicester hafnar betrumbættu boði Newcastle í Maddison

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
James Maddison gæti orðið dýrasti leikmaður Newcastle frá upphafi.
James Maddison gæti orðið dýrasti leikmaður Newcastle frá upphafi. Stephen White - CameraSport via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester hefur hafnað nýju og betrumbættu boði Newcastle í enska miðjumanninn James Maddison.

Newcastle hafði áður boðið 40 milljónir punda í leikmanninn, en Leicester hafnaði því um helgina. Hið nýríka félag Newcastle hefur nú fengið nei í annað sinn eftir að félagið hækkaði boð sitt, þó ekki sé vitað hversu mikið.

Maddison gekk í raðir Leicester árið 2018 frá Norwich fyrir 24 milljónir punda. Félagið metur leikmanninn nú á um 60 milljónir punda og því má ætla að Newcastle hafi ekki boðið svo hátt í leikmanninn.

Takist Newcastle að landa Maddison í sumar er ljóst að leikmaðurinn verður dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi. Newcastle hefur aldrei borgað meira en 40 milljónir punda fyrir einn leikmann, en það gerðu þeir árið 2019 þegar Joelinton gekk í raðir félagsins frá Hoffenheim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×