Læknar búast við neyðarástandi Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2022 10:13 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa. Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira