Enski boltinn

Klopp áritaði fótinn hjá stuðningsmanni Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, með stuðningsmanninum og fótinum fræga eftir leikinn um Samfélagsskjöldinn um helgina.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, með stuðningsmanninum og fótinum fræga eftir leikinn um Samfélagsskjöldinn um helgina. Getty/Michael Regan

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gefið margar eiginhandaráritanir í gegnum tíðina en sú um helgina hlýtur að vera sú sérstakasta af þeim öllum.

Klopp stýrði Liverpool liðinu til sigurs á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina og hefur þar með unnið alla titla í boði á Englandi.

Þýski knattspyrnustjórinn var léttur á því eftir leikinn og fór til stuðningsmanna Liverpool liðsins eftir leikinn.

Einn af þeim nýtti tækifærið og fékk Klopp til að árita fótinn sinn. Hann setti fótinn yfir grindverkið og rétti Klopp penna.

Það var vel við hæfi þar sem stuðningsmaðurinn hafði þegar látið húðflúra stóra mynd af Klopp á umræddan fót sinn.

Stuðningsmaðurinn sýndi Klopp hvar hann vildi frá eiginhandaráritunina og hann mun síðan væntanlega láta húðflúra hana á fótinn svo hann geti nú farið í sturtu aftur á ævinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.