Fyrsta orrustan í titlastríðinu háð í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2022 12:30 Jürgen Klopp og Pep Guardiola berjast um fyrsta titil tímabilsins í enska boltanum í dag. Visionhaus/Getty Images Liverpool og Manchester City berjast um fyrsta titil tímabilsins í enska boltanum þegar liðin mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn á King Power vellinum í Leicester í dag. Þessi tvö lið hafa barist um alla þá titla sem í boði eru undanfarin ár og á þessu tímabili virðist engin breyting verða þar á. Bæði lið hafa verið nokkuð virk á leikmannamarkaðinum í sumar. Bæði Liverpool og City hafa fengið leikmenn sem gerðar eru miklar væntingar til, ásamt því að hafa misst stóra pósta úr sínum röðum. Liverpool hefur fengið þrjá leikmenn til liðs við sig það sem af er sumri. Þar ber líklega hæst að nefna úrúgvæska framherjann Darwin Núñez sem gekk í raðir félagsins frá Benfica fyrir allt að 85 milljónir punda. Stuðningsmenn Liverpool gera miklar væntingar til Úrúgvæans, enda er honum ætlað að fylla í skarð Sadio Mané sem gekk í raðir Bayern München fyrr í sumar. Darwin Nunez skoraði tvö mörk gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á seinasta tímabili.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester City gerði líka kaup í sumar sem miklar væntingar eru gerðar til. Þrátt fyrir að hafa eytt stórum fjárhæðum í leikmannakaup undanfarin ár hefur liðið ekki keypt neina svokallaða ofurstjörnu - fyrr en nú. Norski framherjinn Erling Braut Haaland er mættur í bláa hluta Manchester-borgar og stuðningsmenn City, sem og aðrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar, hafa ástæðu til að vera spenntir. Haaland er enn aðeins 22 ára gamall, en þrátt fyrir það er langt síðan hann stimplaði sig inn sem einn besti framherji heims. Haaland kom til City frá Dortmund þar sem hann skoraði 86 mörk í 89 leikjum - galin tölfræði. City hefur verið á höttunum að framherja síðan Sergio Aguero yfirgaf félagið í fyrrasumar og hann er nú loksins mættur. Félagið seldi bæði Raheem Sterling og Gabriel Jesus frá félaginu og því var enn meiri ástæða til að fylla í framherjastöðuna. Erling Braut Haaland er mættur til Manchester.Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Síðustu viðureignir Liverpool og Manchester City hafa mæst tíu sinnum á seinustu fjórum árum. Ekki er hægt að segja að mikið skilji liðin að því fimm af þessum tíu viðureignum hafa endað með jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. City hefur svo unnið þjár viðureignir og Liverpool tvær. Þá vann City einn af þessum jafnteflisleikjum í vítaspyrnukeppni er liðin börðust um Samfélagsskjöldinn árið 2019. City hefur þó unnið tvær viðureignanna með þremur mörkum eða meira. Í fyrra vann City 1-4 útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og árið áður vann liðið 4-0 á heimavelli. Pep reyndari og sigursælli í úrslitaleikjum Þrátt fyrir að margir horfi á Samfélagsskjöldinn sem hálfgerðan æfingaleik er engu að síður titill í boði. Þegar horft er til reynslu þjálfaranna í bikarúrslitaleikjum má sjá augljósan sigurvegara. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur ekki bara farið með lið sín í mun fleiri úrslitaleiki en kollegi sinn hjá Liverpool, heldur er hann einnig með miklu betra sigurhlutfall. Alls hefur Guardiola verið þjálfari í 28 úrslitaleikjum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Barcelona árið 2008. Hann og hans lið hafa fagnað sigri í 19 skipti af þessum 28, sem þýðir að Pep er með tæplega 68 prósent sigurhlutfall í úrslitaleikjum sem þjálfari. Pep Guardiola er gjörsamlega bikaróður.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um Klopp. Þjóðverjinn hefur vissulega verið á hliðarlínunni í 19 úrslitaleikjum, en liðum hans hefur aðeins tekist að vinna átta þeirra, sem gerir rétt rúmlega 42 prósent sigurhlutfall. Búist við sterkum liðum og alvöru veislu Búast má við því að bæði Pep Guardiola og Jürgen Klopp mæti með nánast sín sterkustu lið þegar flautað verður til leiks í dag. Klopp þarf reyndar að breyta út af vananum í markvarðarstöðunni þar sem bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher eru fjarri góðu gamni. Spánverjinn Adrián mun því að öllum líkindum verja mark þeirra rauðklæddu. Þá sagði Guardiola frá því í gær að hann byggist við því að Erling Braut Haaland yrði í fremstu víglínu í dag, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Sjá meira
Bæði lið hafa verið nokkuð virk á leikmannamarkaðinum í sumar. Bæði Liverpool og City hafa fengið leikmenn sem gerðar eru miklar væntingar til, ásamt því að hafa misst stóra pósta úr sínum röðum. Liverpool hefur fengið þrjá leikmenn til liðs við sig það sem af er sumri. Þar ber líklega hæst að nefna úrúgvæska framherjann Darwin Núñez sem gekk í raðir félagsins frá Benfica fyrir allt að 85 milljónir punda. Stuðningsmenn Liverpool gera miklar væntingar til Úrúgvæans, enda er honum ætlað að fylla í skarð Sadio Mané sem gekk í raðir Bayern München fyrr í sumar. Darwin Nunez skoraði tvö mörk gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á seinasta tímabili.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester City gerði líka kaup í sumar sem miklar væntingar eru gerðar til. Þrátt fyrir að hafa eytt stórum fjárhæðum í leikmannakaup undanfarin ár hefur liðið ekki keypt neina svokallaða ofurstjörnu - fyrr en nú. Norski framherjinn Erling Braut Haaland er mættur í bláa hluta Manchester-borgar og stuðningsmenn City, sem og aðrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar, hafa ástæðu til að vera spenntir. Haaland er enn aðeins 22 ára gamall, en þrátt fyrir það er langt síðan hann stimplaði sig inn sem einn besti framherji heims. Haaland kom til City frá Dortmund þar sem hann skoraði 86 mörk í 89 leikjum - galin tölfræði. City hefur verið á höttunum að framherja síðan Sergio Aguero yfirgaf félagið í fyrrasumar og hann er nú loksins mættur. Félagið seldi bæði Raheem Sterling og Gabriel Jesus frá félaginu og því var enn meiri ástæða til að fylla í framherjastöðuna. Erling Braut Haaland er mættur til Manchester.Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Síðustu viðureignir Liverpool og Manchester City hafa mæst tíu sinnum á seinustu fjórum árum. Ekki er hægt að segja að mikið skilji liðin að því fimm af þessum tíu viðureignum hafa endað með jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. City hefur svo unnið þjár viðureignir og Liverpool tvær. Þá vann City einn af þessum jafnteflisleikjum í vítaspyrnukeppni er liðin börðust um Samfélagsskjöldinn árið 2019. City hefur þó unnið tvær viðureignanna með þremur mörkum eða meira. Í fyrra vann City 1-4 útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og árið áður vann liðið 4-0 á heimavelli. Pep reyndari og sigursælli í úrslitaleikjum Þrátt fyrir að margir horfi á Samfélagsskjöldinn sem hálfgerðan æfingaleik er engu að síður titill í boði. Þegar horft er til reynslu þjálfaranna í bikarúrslitaleikjum má sjá augljósan sigurvegara. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur ekki bara farið með lið sín í mun fleiri úrslitaleiki en kollegi sinn hjá Liverpool, heldur er hann einnig með miklu betra sigurhlutfall. Alls hefur Guardiola verið þjálfari í 28 úrslitaleikjum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Barcelona árið 2008. Hann og hans lið hafa fagnað sigri í 19 skipti af þessum 28, sem þýðir að Pep er með tæplega 68 prósent sigurhlutfall í úrslitaleikjum sem þjálfari. Pep Guardiola er gjörsamlega bikaróður.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um Klopp. Þjóðverjinn hefur vissulega verið á hliðarlínunni í 19 úrslitaleikjum, en liðum hans hefur aðeins tekist að vinna átta þeirra, sem gerir rétt rúmlega 42 prósent sigurhlutfall. Búist við sterkum liðum og alvöru veislu Búast má við því að bæði Pep Guardiola og Jürgen Klopp mæti með nánast sín sterkustu lið þegar flautað verður til leiks í dag. Klopp þarf reyndar að breyta út af vananum í markvarðarstöðunni þar sem bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher eru fjarri góðu gamni. Spánverjinn Adrián mun því að öllum líkindum verja mark þeirra rauðklæddu. Þá sagði Guardiola frá því í gær að hann byggist við því að Erling Braut Haaland yrði í fremstu víglínu í dag, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Sjá meira