Þessi 23 ára gamli leikmaður lék með Spáni á Evrópumótinu sem nú stendur yfir á Englandi. Garcia mun leika með liðsfélaga sínum hjá spænska liðinu, Ona Batlle, hjá Mancester United.
Say hola to our newest Red!
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 25, 2022
@Luciadelapola17#MUWomen pic.twitter.com/hKLEkofrWZ
„Sú staðreynd að jafn stórt félag og Manchester United hafi trú á mér og leggji traust á mínar herðar er draumi líkast. Mér líður strax eins og heima hérna.
Ég mun leggja mig alla fram inni á vellinum og freista þess að gleðja stuðningsmenn Manchester United með spilamennsku minni. Þá mun ég vonandi skora nokkur mörk líka," sagði Garcia um vistaskipti sín.
Manchester United hafnaði í fjórða sæti ensku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð en María Þórisdóttir leikur með liðinu.