Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 12:10 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2009. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerður ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósenta verðbólgu. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. „Ég held það sé mjög mikilvægt núna, þegar við erum farin að sjá þessar tölur að stjórnvöld grípi inn í vegna þess að það sem getur gerst er að þar sem þetta er tímabundinn vandi, sem er mögulega strúktúral vandi eða verðbólga vegna ytri aðstæðna, að hún getur undið upp á sig,“ segir Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Áhyggjurnar snúist fyrst og fremst að því að markaðurinn hér heima gæti farið að elta þessar verðbólgutölur. „Við erum auðvitað að horfa inn í frekar erfitt haust út af kjarasamningum og það liggur alveg fyrir að ef við erum ekki að fara að sjá launaverðbólgu fara upp og verðspíral fara af stað þá verða stjórnvöld að grípa inn í með ákveðnum mótvægisaðgerðum.“ Áratuga stefnuleysi í húsnæðismálum hjálpi ekki til Ekki megi gleyma að verðbólgan sé víða annars staðar mjög há. „Það er auðvitað engin réttlæting á þessari stöðu sem upp er komin. Hún er auðvitað fyrst og fremst í dag drifin áfram annars vegar af húsnæðisvandanum, sem er í rauninni afleiðing af pólitískum ákvörðunum bæði síðastliðinna áratuga og stefnuleysi í húsnæðismálum. Eins uppbyggingarmálum þegar kemur að þátttöku ríkissjóðs að vera með opinbert húsnæði og eins þátttöku almennt í fjármögnun,“ segir Kristrún. „En síðan líka ákveðnar aðgerðir sem ráðist var í í Covid þar sem það var tekin sú ákvörðun að örva hagkerfið á tímum covid með því að pumpa fjármagni inn á húsnæðismarkaðinn þannig að við erum að sjá áhrifin af því inn í verðbólguna í dag. Svo bætast við þessar ytri aðstæður út af þróuninni í alþjóðamálum.“ Vel geti verið að ástandið erlendis verði tímabundið en bregðast þurfi við innlenda vandanum, sem spili stóran þátt í verðbólgunni. „Þar bera stjórnvöld ábyrgð. Það þarf að stoppa þá þróun með almennilegum mótvægisaðgerðum og fjármögnun á þessum húsnæðistillögum sem hafa komið fram hjá ríkisstjórninni. Síðan þarf líka að grípa til sértækra mótvægisaðgerða fyrir viðkvæmustu hópana til að tryggja að verðspírallinn hérna innanlands fari ekki af stað,“ segir Kristrún. „Að mínu mati er ekkert óeðlilegt að Seðlabankinn vilji hækka vexti í svona ástandi en þá snýst þetta kannski fyrst og fremst um að koma vaxtastigi upp í eðlilegt vaxtastig. Undir eitt prósent vextir í tíu prósenta verðbólgu hefði ekki verið eðlilegt og þá erum við að tala um bara að ná vöxtum upp í eðlilegt ástand, fimm prósent eða eitthvað svoleiðis.“ Launahækkanir skammgóður verðmiði Vaxtahækkanir breyti þó ekki grunnstöðu húsnæðismarkaðarins og ytri aðstæðum. Stjórnvöld geti samt sem áður gripið inn í til að koma í veg fyrir verðspíral. „Sérstaklega í aðdraganda kjarasamninga. Það er hægt að fara í að beita tilfærslukerfunum - barnabætur og sértækar vaxtabætur - þannig að fólk sjái kjör sín batna til móts við verðbólguna án þess að grípa bara til launahækkanna. Það er skammgóður verðmiði ef stjórnvöld ætla að reyna að spara sér fjármagn þar en fá þetta svo í andlitið í launahækkunum í haust,“ segir Kristrún. „Svo þarf á móti að hafa í huga að það þarf að fjármagna þessar aðgeðrir. Tekjuhliðin hjá ríkissjóði hefur verið brostin undanfarin ár og það þarf að hafa í huga hvort það séu ákveðnar aðgerðir sem þarf einfaldlega að fjármagna beint til þess að vega á móti verðbólgunni.“ Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Íslenska krónan Tengdar fréttir Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. 22. júlí 2022 09:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2009. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerður ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósenta verðbólgu. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. „Ég held það sé mjög mikilvægt núna, þegar við erum farin að sjá þessar tölur að stjórnvöld grípi inn í vegna þess að það sem getur gerst er að þar sem þetta er tímabundinn vandi, sem er mögulega strúktúral vandi eða verðbólga vegna ytri aðstæðna, að hún getur undið upp á sig,“ segir Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Áhyggjurnar snúist fyrst og fremst að því að markaðurinn hér heima gæti farið að elta þessar verðbólgutölur. „Við erum auðvitað að horfa inn í frekar erfitt haust út af kjarasamningum og það liggur alveg fyrir að ef við erum ekki að fara að sjá launaverðbólgu fara upp og verðspíral fara af stað þá verða stjórnvöld að grípa inn í með ákveðnum mótvægisaðgerðum.“ Áratuga stefnuleysi í húsnæðismálum hjálpi ekki til Ekki megi gleyma að verðbólgan sé víða annars staðar mjög há. „Það er auðvitað engin réttlæting á þessari stöðu sem upp er komin. Hún er auðvitað fyrst og fremst í dag drifin áfram annars vegar af húsnæðisvandanum, sem er í rauninni afleiðing af pólitískum ákvörðunum bæði síðastliðinna áratuga og stefnuleysi í húsnæðismálum. Eins uppbyggingarmálum þegar kemur að þátttöku ríkissjóðs að vera með opinbert húsnæði og eins þátttöku almennt í fjármögnun,“ segir Kristrún. „En síðan líka ákveðnar aðgerðir sem ráðist var í í Covid þar sem það var tekin sú ákvörðun að örva hagkerfið á tímum covid með því að pumpa fjármagni inn á húsnæðismarkaðinn þannig að við erum að sjá áhrifin af því inn í verðbólguna í dag. Svo bætast við þessar ytri aðstæður út af þróuninni í alþjóðamálum.“ Vel geti verið að ástandið erlendis verði tímabundið en bregðast þurfi við innlenda vandanum, sem spili stóran þátt í verðbólgunni. „Þar bera stjórnvöld ábyrgð. Það þarf að stoppa þá þróun með almennilegum mótvægisaðgerðum og fjármögnun á þessum húsnæðistillögum sem hafa komið fram hjá ríkisstjórninni. Síðan þarf líka að grípa til sértækra mótvægisaðgerða fyrir viðkvæmustu hópana til að tryggja að verðspírallinn hérna innanlands fari ekki af stað,“ segir Kristrún. „Að mínu mati er ekkert óeðlilegt að Seðlabankinn vilji hækka vexti í svona ástandi en þá snýst þetta kannski fyrst og fremst um að koma vaxtastigi upp í eðlilegt vaxtastig. Undir eitt prósent vextir í tíu prósenta verðbólgu hefði ekki verið eðlilegt og þá erum við að tala um bara að ná vöxtum upp í eðlilegt ástand, fimm prósent eða eitthvað svoleiðis.“ Launahækkanir skammgóður verðmiði Vaxtahækkanir breyti þó ekki grunnstöðu húsnæðismarkaðarins og ytri aðstæðum. Stjórnvöld geti samt sem áður gripið inn í til að koma í veg fyrir verðspíral. „Sérstaklega í aðdraganda kjarasamninga. Það er hægt að fara í að beita tilfærslukerfunum - barnabætur og sértækar vaxtabætur - þannig að fólk sjái kjör sín batna til móts við verðbólguna án þess að grípa bara til launahækkanna. Það er skammgóður verðmiði ef stjórnvöld ætla að reyna að spara sér fjármagn þar en fá þetta svo í andlitið í launahækkunum í haust,“ segir Kristrún. „Svo þarf á móti að hafa í huga að það þarf að fjármagna þessar aðgeðrir. Tekjuhliðin hjá ríkissjóði hefur verið brostin undanfarin ár og það þarf að hafa í huga hvort það séu ákveðnar aðgerðir sem þarf einfaldlega að fjármagna beint til þess að vega á móti verðbólgunni.“
Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Íslenska krónan Tengdar fréttir Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. 22. júlí 2022 09:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39
Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. 22. júlí 2022 09:45