Viðskipti innlent

Verð­bólgan nálgast tveggja stafa tölu

Árni Sæberg skrifar
Hagstofa Íslands birtir upplýsingar um vísitölu neysluverðs mánaðarlega.
Hagstofa Íslands birtir upplýsingar um vísitölu neysluverðs mánaðarlega. Vísir/Vilhelm

Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009.

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2022, er 553,5 stig og hækkar um 1,17 prósentustig frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 459,4 stig og hækkar um 0,94 prósentustig frá júní 2022, að því er segir í tilkynningu frá Hagstofunni.

Þar segir að sumarútsölur hafi verið í gangi í mánuðinum og verð á fötum og skóm lækkað um 6,8 prósent sem lækkar vísitöluna um 0,24 prósentustig. Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 2,6 prósent og lækkar vísitöluna um 0,17 prósentustig.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,5%.

Langt umfram spá bankanna

Íslenskir bankar reiknuðu ekki með því að verðbólga myndi slaga í tíu prósent í júlímánuði. Til að mynda spáði Landsbankinn því að verðbólga myndi hækka um hálft prósentustig milli júní og júlí í 9,2 prósent.

Þá myndi verðbólgan ná hámarki í ágúst þegar hún færi í 9,5 prósent og myndi svo lækka eftir það. Ljóst er að þær spár ganga ekki eftir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.