Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. júlí 2022 15:39 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2019. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósent verðbólgu. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir mikla hækkun flugfargjalda á síðustu mánuðum helstu skýringuna. „Að einhverju leiti þá skýrist þetta af því að það var villa í mælingum Hagstofunnar í júnímánuði, flugfargjöld höfðu hækkað meira en mælingar gáfu til kynna í þeim mánuði, og þar af leiðandi kemur svo mikil hækkun núna, um nánast hátt í 40 prósent milli mánaða,“ segir Una. Auk þess sem flugfargjöld hafa hækkað umtalsvert er mikið um uppsafnaða eftirspurn í hagkerfinu á sama tíma og miklar hækkanir hafa verið á hrávöruverði. Þá er húsnæðisliðurinn áfram mikill drifkraftur verðbólgunnar. Ferðavilji Íslendinga og erlendra ferðamanna hefur aukist til muna eftir sóttvarnatakmörkunum var víða aflétt. VÍSIR/VILHELM „Þessi [verðbólga] og sömuleiðis hækkunin á húsnæðisverði sem við fengum fyrr í vikunni, benda til þess að það sé enn þá talsverður undirliggjandi verðbólguþrýstingur og við förum að sjá tölur yfir tíu prósent áður en langt um líður,“ segir Una. Fyrr í mánuðinum spáði Landsbankinn því að verðbólgan næði hámarki í ágúst og yrði þá 9,5 prósent en spá því nú að verðbólgan verði 10,3 prósent í ágúst og fari síðan hjaðnandi. „Við byggjum það að miklu leiti á því að inngrip Seðlabankans fari að virka, Seðlabankinn er búinn að hækka stýrivexti núna nokkrum sinnum og við gerum ráð fyrir að það verði framhald á þeirri þróun,“ segir Una. „Þessi mæling ýtir undir það að Seðlabankinn þurfi að halda áfram að hækka vexti,“ segir hún enn fremur. Stríðið spili stórt hlutverk Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir mikla óvissu fram undan en núverandi verðbólga sé fjórum sinnum meiri en viðmið Seðlabankans kveða á um. Covid áhrifin og stríðið í Úkraínu spili stórt hlutverk. „Stjórnvöld eru í gegnum Seðlabankann og ýmsar aðrar aðgerðir að reyna að bregðast við þessu en hafa náttúrulega ekki möguleika á því að gera miklu meira heldur en er verið að gera,“ segir Þórólfur en hann telur líkt og Una líklegt að Seðlabankinn muni aftur hækka stýrivexti. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. „Raunstýrivextirnir eru neikvæðir eins og þeir eru núna þannig að þeir sem geta fengið lán á hagstæðustu kjörum eru í rauninni að fá gefins peninga. Á meðan ástandið er þannig þá kallar það á viðbrögð af hálfu stjórnvalda, annað hvort með takmörkunum á aðgengi að lánsfé eða með vaxtahækkunum,“ segir hann. Þó verðbólgan sé verulega há bendir hann á að dregið hafi úr hækkunartaktinum sem gæti gefið jákvæðar vísbendingar um framhaldið. Líklega muni aðgerðir stjórnvalda fara að bíta en það muni taka tíma. „Það tekur kannski eitt, eitt og hálft ár að komast niður úr þessum tíu prósentum í tvö til þrjú prósent en það mun líka kalla á óþægindi í formi aðhalds og hækkandi vaxta, sem að getur aftur kallað á viðbrögð kjósenda. Þannig það er ekki gott að segja hvernig þetta ástand þróast áfram,“ segir Þórólfur. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2019. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósent verðbólgu. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir mikla hækkun flugfargjalda á síðustu mánuðum helstu skýringuna. „Að einhverju leiti þá skýrist þetta af því að það var villa í mælingum Hagstofunnar í júnímánuði, flugfargjöld höfðu hækkað meira en mælingar gáfu til kynna í þeim mánuði, og þar af leiðandi kemur svo mikil hækkun núna, um nánast hátt í 40 prósent milli mánaða,“ segir Una. Auk þess sem flugfargjöld hafa hækkað umtalsvert er mikið um uppsafnaða eftirspurn í hagkerfinu á sama tíma og miklar hækkanir hafa verið á hrávöruverði. Þá er húsnæðisliðurinn áfram mikill drifkraftur verðbólgunnar. Ferðavilji Íslendinga og erlendra ferðamanna hefur aukist til muna eftir sóttvarnatakmörkunum var víða aflétt. VÍSIR/VILHELM „Þessi [verðbólga] og sömuleiðis hækkunin á húsnæðisverði sem við fengum fyrr í vikunni, benda til þess að það sé enn þá talsverður undirliggjandi verðbólguþrýstingur og við förum að sjá tölur yfir tíu prósent áður en langt um líður,“ segir Una. Fyrr í mánuðinum spáði Landsbankinn því að verðbólgan næði hámarki í ágúst og yrði þá 9,5 prósent en spá því nú að verðbólgan verði 10,3 prósent í ágúst og fari síðan hjaðnandi. „Við byggjum það að miklu leiti á því að inngrip Seðlabankans fari að virka, Seðlabankinn er búinn að hækka stýrivexti núna nokkrum sinnum og við gerum ráð fyrir að það verði framhald á þeirri þróun,“ segir Una. „Þessi mæling ýtir undir það að Seðlabankinn þurfi að halda áfram að hækka vexti,“ segir hún enn fremur. Stríðið spili stórt hlutverk Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir mikla óvissu fram undan en núverandi verðbólga sé fjórum sinnum meiri en viðmið Seðlabankans kveða á um. Covid áhrifin og stríðið í Úkraínu spili stórt hlutverk. „Stjórnvöld eru í gegnum Seðlabankann og ýmsar aðrar aðgerðir að reyna að bregðast við þessu en hafa náttúrulega ekki möguleika á því að gera miklu meira heldur en er verið að gera,“ segir Þórólfur en hann telur líkt og Una líklegt að Seðlabankinn muni aftur hækka stýrivexti. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. „Raunstýrivextirnir eru neikvæðir eins og þeir eru núna þannig að þeir sem geta fengið lán á hagstæðustu kjörum eru í rauninni að fá gefins peninga. Á meðan ástandið er þannig þá kallar það á viðbrögð af hálfu stjórnvalda, annað hvort með takmörkunum á aðgengi að lánsfé eða með vaxtahækkunum,“ segir hann. Þó verðbólgan sé verulega há bendir hann á að dregið hafi úr hækkunartaktinum sem gæti gefið jákvæðar vísbendingar um framhaldið. Líklega muni aðgerðir stjórnvalda fara að bíta en það muni taka tíma. „Það tekur kannski eitt, eitt og hálft ár að komast niður úr þessum tíu prósentum í tvö til þrjú prósent en það mun líka kalla á óþægindi í formi aðhalds og hækkandi vaxta, sem að getur aftur kallað á viðbrögð kjósenda. Þannig það er ekki gott að segja hvernig þetta ástand þróast áfram,“ segir Þórólfur.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent