Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2022 11:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. Heldur færri eru að greinast smitaðir af kórónuveirunni núna en undanfarnar vikur. Rúmlega þrjú hundruð greinast nú dag hvern og um tuttugu eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid og tveir á gjörgæslu. „Þetta var alveg á milli fjögur- og fimm hundruð fyrir tveimur, þremur vikum síðan. Þannig að þetta hefur stabíliserast nokkuð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Meðal þeirra sem séu að greinast séu erlendir ferðamenn. „Við vitum það að það eru ferðamenn sem geta verið að smitast hér eða jafnvel komið með smit með sér og svo eru líka smit í skemmtiferðaskipum sem eru að koma hérna þannig að þetta er víða.“ Ekki sé tilefni til að blása af samkomur um Verslunarmannahelgina. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki. Og samkomurnar um verslunarmannahelgina eru kannski mest hjá yngra fólki,“ segir Þórólfur. Flestir þeirra sem séu að greinast smitaðir séu að smitast af veirunni í fyrsta sinn. „Langflestir sem eru að smitast núna er fólk sem er að fá þetta í fyrsta sinn. Tölurnar núna eru svona á milli tíu og tuttugu prósent af þeim af þessum daglegu smitum sem við erum að greina er hjá fólki sem er að endursmitast og þá í annað sinn. Það eru ekki margir sem eru að greinast í þriðja sinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20. júlí 2022 12:32 Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Heldur færri eru að greinast smitaðir af kórónuveirunni núna en undanfarnar vikur. Rúmlega þrjú hundruð greinast nú dag hvern og um tuttugu eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid og tveir á gjörgæslu. „Þetta var alveg á milli fjögur- og fimm hundruð fyrir tveimur, þremur vikum síðan. Þannig að þetta hefur stabíliserast nokkuð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Meðal þeirra sem séu að greinast séu erlendir ferðamenn. „Við vitum það að það eru ferðamenn sem geta verið að smitast hér eða jafnvel komið með smit með sér og svo eru líka smit í skemmtiferðaskipum sem eru að koma hérna þannig að þetta er víða.“ Ekki sé tilefni til að blása af samkomur um Verslunarmannahelgina. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki. Og samkomurnar um verslunarmannahelgina eru kannski mest hjá yngra fólki,“ segir Þórólfur. Flestir þeirra sem séu að greinast smitaðir séu að smitast af veirunni í fyrsta sinn. „Langflestir sem eru að smitast núna er fólk sem er að fá þetta í fyrsta sinn. Tölurnar núna eru svona á milli tíu og tuttugu prósent af þeim af þessum daglegu smitum sem við erum að greina er hjá fólki sem er að endursmitast og þá í annað sinn. Það eru ekki margir sem eru að greinast í þriðja sinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20. júlí 2022 12:32 Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20. júlí 2022 12:32
Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02