Innlent

Segir ekki til­efni til að blása af úti­há­tíðir um Verslunar­manna­helgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. 

Heldur færri eru að greinast smitaðir af kórónuveirunni núna en undanfarnar vikur. Rúmlega þrjú hundruð greinast nú dag hvern og um tuttugu eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid og tveir á gjörgæslu.

„Þetta var alveg á milli fjögur- og fimm hundruð fyrir tveimur, þremur vikum síðan. Þannig að þetta hefur stabíliserast nokkuð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Meðal þeirra sem séu að greinast séu erlendir ferðamenn.

„Við vitum það að það eru ferðamenn sem geta verið að smitast hér eða jafnvel komið með smit með sér og svo eru líka smit í skemmtiferðaskipum sem eru að koma hérna þannig að þetta er víða.“

Ekki sé tilefni til að blása af samkomur um Verslunarmannahelgina.

„Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki. Og samkomurnar um verslunarmannahelgina eru kannski mest hjá yngra fólki,“ segir Þórólfur.

Flestir þeirra sem séu að greinast smitaðir séu að smitast af veirunni í fyrsta sinn.

„Langflestir sem eru að smitast núna er fólk sem er að fá þetta í fyrsta sinn. Tölurnar núna eru svona á milli tíu og tuttugu prósent af þeim af þessum daglegu smitum sem við erum að greina er hjá fólki sem er að endursmitast og þá í annað sinn. Það eru ekki margir sem eru að greinast í þriðja sinn.“


Tengdar fréttir

Fjölgun endur­smita sýni fram á dvínandi vernd

Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.