Erlent

Þingmenn Demókrata handteknir á mótmælum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Alexandra Ocasio Cortez var handtekin í gær vegna mótmæla fyrir utan Hæstarétt.
Alexandra Ocasio Cortez var handtekin í gær vegna mótmæla fyrir utan Hæstarétt. Getty

Að minnsta kosti fjórtán þingmenn úr röðum Demókrata voru handteknir við mótmæli gegn takmörkunum á rétti til þungunarrofs í Washington í gær.

Alexandria Ocasio-Cortez, Rashida Tlaib og Ilhan Omar eru á meðal þeirra sem voru handtekin en allar hafa þær verið áberandi í baráttu fyrir mannréttindum á Bandaríkjaþingi.

Sáust þau öll hindra umferð og kalla „Ekki koma nálægt okkar líkama“ áður en þau voru handtekin.

Ófá mótmæli hafa verið í Bandaríkjunum undanfarnar vikur í kjölfar viðsnúnings Hæstaréttar landsins á fordæmsigefandi dómum um rétt kvenna til þungunarrofs.


Tengdar fréttir

Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina

Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 

Í­halds­öfl við völd í Hæsta­rétti Banda­ríkjanna

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×