Erlent

Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hæstiréttur færi bandarísku þjóðina aftur um 150 ár.
Hæstiréttur færi bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. EPA/Oliver Contreras/POOL

Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 

Biden segir Roe gegn Wade hafa varið rétt kvenna til þess að ákvarða eigin örlög, heilsu kvenna sé nú ógnað.  Þessi ákvörðun Hæstaréttar muni hafa áhrif á heilsu kvenna tafarlaust. 

Forsetinn segist trúa því að ákvörðunin í máli Roe gegn Wade hafi verið rétt. Kvikindislegt sé að láta konur ganga með börn sem séu til dæmis afleiðingar sifjaspella eða nauðgunar. Hæstiréttur sé, með ákvörðun þessari, að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. 

Biden segir baráttunni þó ekki vera lokið og eina leiðin til þess að konur fái aftur sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama í þessum efnum sé að þingið geri þann rétt sem Roe gegn Wade veitti, að alríkislögum. 

Forsetinn segir mikilvægt að kjósa fólk sem verndi rétt kvenna og lögfesti hann. Hann segir Roe gegn Wade, frelsi til einkalífs og jafnrétti vera á kjörseðlinum í haust.

Biden ítrekar að konur geti farið yfir ríkjamörk til þess að sækja sér réttinn til þungunarrofs, muni hann vernda þann rétt og tryggja að konur hafi aðgang að getnaðarvarnarpillum meðal annars.


Tengdar fréttir

Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.