Erlent

Wic­­kremesing­he kosinn for­­seti þrátt fyrir ó­vin­sældir meðal þjóðarinnar

Árni Sæberg skrifar
Wickremesinghe (t.v.) sór embættiseið sem starfandi forseti Srí Lanka á föstudag.
Wickremesinghe (t.v.) sór embættiseið sem starfandi forseti Srí Lanka á föstudag. Skrifstofa forseta Srí Lanka/AP

Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum.

Wickremesinghe tilheyrir stjórnmálaflokknum UNP, sem fer með yfirgnæfandi meirihluta á þingi, og naut stuðning flokksbræðra sinna í kjörinu um nýjan forseta. Hann er þó ekki vinsæll á meðal almennings og óvíst hvort öldurnar í landinu lægi eftir að hann náði kjöri en hann hefur í gegnum árin sex sinnum gegnt embætti forsætisráðherra og telst til valdameiri manna landsins og nátengdur Rajapaksa ættinni sem hefur verið við stjórnvölinn í Srí Lanka um árabil.

Í engu af þeim sex skiptum sem hann hefur verið útnefndur forsætisráðherra hefur hann náð að sitja heilt skipunartímabil.

Wicremesinghe hafði betur gegn flokksbróður sínum Dullas Alahapperuma. Fyrir kosninguna var hann talinn munu þóknast mótmælendum og stjórnarandtöðunni betur en Wickramesinghe, næði hann kjöri.

Þriðji frambjóðandinn var Anura Kumara Dissanayaka, leiðtogi vintriflokksins Janatha Vimukti Peramuna. Flokkurinn hefur að þrjá þingmenn á srílankska þinginu og hafði hann því takmarkaða möguleika á að ná kjöri.


Tengdar fréttir

For­sætis­ráð­herrann orðinn for­seti og neyðar­á­standi lýst yfir

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans.

For­seti Srí Lanka hefur flúið land

Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×