Erlent

Tíu ára heims­meistari sigrar veg­far­endur fyrir úkraínska herinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Valeria Yezhova ásamt Serhiy Prytula sem er stjórnandi sjóðsins sem peningarnir renna til.
Valeria Yezhova ásamt Serhiy Prytula sem er stjórnandi sjóðsins sem peningarnir renna til. Facebook

Valeria Yezhova, heimsmeistari í dammi (e. checkers), hefur síðustu daga boðið fólki að spila gegn sér, gegn gjaldi. Yezhova, sem er einungis tíu ára gömul, hefur ekki tapað einum einasta leik síðan hún hóf söfnunina.

Í fyrra var hin úkraínska Yezhova krýnd heimsmeistari í dammi í sínum aldursflokki. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildi hún láta gott af sér leiða og ákvað að besta leiðin til þess væri að gera það sem hún er best í. Spila damm.

Hún setti því upp borð fyrir utan verslunarmiðstöð í Kænugarði og spilar hún þar á móti þeim sem vilja láta reyna á dammhæfileika sína.

Á þeim tíu dögum sem Yezhova hefur spilað gegn gangandi vegfarendum hefur hún safnað tuttugu þúsund úkraínskum hrinjum sem samsvarar rúmlega níutíu þúsund íslenskum krónum. Þá hefur hingað til engum tekist að sigra hana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×