Erlent

Sam­komu­lag milli SAS og flug­manna í höfn en ekki undir­ritað

Árni Sæberg skrifar
SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst.
SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. EPA

Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga.

Meirihluti flugmanna skandinavísak flugfélagsins SAS lagði niður störf 4. júlí síðastliðinn og hafa því verið í verkfalli í tvær vikur. Starfsemi flugfélagsins hefur verið í lamasessi og hafa talsmenn þess sagt að verkfallið kosti á bilinu 94 til 123 milljóna dollara á dag, að því er segir í frétt Reuters um málið.

Nú virðist sem endalok verkfallsins séu í sjónmáli en Reuters hefur eftir talsmanni Dansk Metal, eins hlutaðeigandi stéttarfélaga, að samkomulag hafo náðst milli aðila.

Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri hefur eftir Carsten Dilling, stjórnarformanni SAS, að samningar hafi náðst en enn eigi eftir að fá undirskriftir allra.

Flugfélagið gaf út tilkynningu í kvöld þess efnis að samningaviðræður væru að mjakast í rétta átt en að ekki hefði verið komist að formlegu samkomulagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×