Erlent

Fjórir látnir eftir þyrluslys í Nýju-Mexíkó

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þyrla á flugi. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Þyrla á flugi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/Mark Rightmire

Fjórir létu lífið í þyrluslysi nærri bænum Las Vegas í Nýju-Mexíkó í gær. Í þyrlunni voru viðbragðsaðilar sem höfðu unnið að því að slökkva eld í Arizona-ríki.

Farþegar þyrlunnar voru alls fjórir og létu þeir allir lífið. Þrír þeirra voru starfsmenn lögreglunnar í Bernalillo-sýslu og einn slökkviliðsmaður úr sömu sýslu.

Málið er í rannsókn og ekki er vitað hvað olli slysinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×