KR spilaði heimaleik á útivelli: Stuðningsmenn Pogoń settu lit sinn á leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 15:01 Rífandi stemning. Vísir/Diego KR vann 1-0 sigur á pólska liðinu Pogoń í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Stuðningsmenn gestanna settu skemmtilegan svip á leikinn en nokkur hundruð mættu á Meistarvelli til að sjá lið sitt tapa. Segja má að þeir hafi verið vægast ósáttir með úrslit leiksins. Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00