Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki 14. júlí 2022 22:00 Rúnar Kristinsson fer yfir málin með leikmönnum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. „Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
„Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira