Sjáðu sýningu Breiðabliks og sigurmark KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 09:31 Andri Rafn Yeoman er ekki þekktur fyrir sín þrumuskot, enda laumaði hann boltanum í nærhornið. Markið má sjá hér að neðan. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og KR unnu bæði sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Breiðablik lagði Santa Coloma frá Andorra 4-1 og flýgur áfram í næstu umferð á meðan KR er úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur á heimavelli gegn Pogón Szczecin. Mörkin úr báðum leikjum má sjá hér að neðan. Breiðablik átti vissulega aðeins erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Santa Coloma komst óvænt yfir með glæsilegu marki lengst utan af velli eftir um hálftíma leik. Ísak Snær Þorvaldsson jafnaði metin með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Blikar vítaspyrnu þar sem vinstri bakvörður Santa Coloma varði boltann með hendi á marklínu. Hann fékk rauða spjaldið að launum og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram en Breiðablik hafði unnið úti leikinn 1-0 og því 3-1 yfir á þessum tímapunkti. Andri Rafn Yeoman, sem lék í vinstri bakverði Breiðabliks í gær, skoraði þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Steindórsson gerði út um leikinn með fjórða marki heimamanna. Lokatölur 4-1 og Breiðablik vann einvígið því 5-1 samanlagt. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: Breiðablik 4-1 Santa Coloma Mikið var um dýrðir á Meistaravöllum en fjölmenn stuðningsmanna Pogón Szczecin setti lit sinn á leikinn. Segja má að um fýluferð hafi verið að ræða en KR-ingar spiluðu mikið mun betur en í fyrri leik liðanna. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir í fyrri hálfleik eftir að Aron Kristófer Lárusson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna. Aron Kristófer skoraði einnig í fyrri leiknum og má segja að vinstri bakverðinum líði vel í Evrópu. Sigurður Bjartur kláraði færið svo af mikilli yfirvegun. Heimamenn fengu nokkur hálffæri og hefðu með öðru marki geta strítt gestunum en það kom aldrei. Lokatölur í gær 1-0 KR í vil en Pogón vann einvígið sannfærandi 4-2. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: KR 1-0 Pogón Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Breiðablik átti vissulega aðeins erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Santa Coloma komst óvænt yfir með glæsilegu marki lengst utan af velli eftir um hálftíma leik. Ísak Snær Þorvaldsson jafnaði metin með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Blikar vítaspyrnu þar sem vinstri bakvörður Santa Coloma varði boltann með hendi á marklínu. Hann fékk rauða spjaldið að launum og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram en Breiðablik hafði unnið úti leikinn 1-0 og því 3-1 yfir á þessum tímapunkti. Andri Rafn Yeoman, sem lék í vinstri bakverði Breiðabliks í gær, skoraði þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Steindórsson gerði út um leikinn með fjórða marki heimamanna. Lokatölur 4-1 og Breiðablik vann einvígið því 5-1 samanlagt. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: Breiðablik 4-1 Santa Coloma Mikið var um dýrðir á Meistaravöllum en fjölmenn stuðningsmanna Pogón Szczecin setti lit sinn á leikinn. Segja má að um fýluferð hafi verið að ræða en KR-ingar spiluðu mikið mun betur en í fyrri leik liðanna. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir í fyrri hálfleik eftir að Aron Kristófer Lárusson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna. Aron Kristófer skoraði einnig í fyrri leiknum og má segja að vinstri bakverðinum líði vel í Evrópu. Sigurður Bjartur kláraði færið svo af mikilli yfirvegun. Heimamenn fengu nokkur hálffæri og hefðu með öðru marki geta strítt gestunum en það kom aldrei. Lokatölur í gær 1-0 KR í vil en Pogón vann einvígið sannfærandi 4-2. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: KR 1-0 Pogón
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00
Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40