Erlent

550 höfða mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í stefnunni eru forsvarsmenn Uber sakaðir um að hafa tekið vöxt fyrirtækisins fram yfir öryggi farþega.
Í stefnunni eru forsvarsmenn Uber sakaðir um að hafa tekið vöxt fyrirtækisins fram yfir öryggi farþega. epa/Justin Lane

550 konur hafa höfðað mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna á vegum fyrirtækisins. Glæpirnir sem ökumennirnir eru sagðir hafa framdir eru meðal annars mannrán, nauðganir, kynferðisofbeldi og áreitni.

Í gögnum málsins segir að árásirnar hafi átt sér stað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og þá eru 150 mál til viðbótar í rannsókn.

Það er lögmannsstofan Slater Slater Schulman sem fer með málið fyrir hönd kvennanna en í stefnunni segir að forsvarsmenn Uber hafi vitað það frá 2014 að ökumenn hefðu nauðgað og beitt konur kynferðisofbeldi en þeir hefðu ákveðið að taka vöxt fyrirtækisins fram yfir öryggi farþega sinna.

„Viðskiptamódel Uber gekk út á að veita fólki öruggt far heim en í raun var þeim aldrei annt um öryggi. Það sem skipti máli var vöxtur, á kostnað öryggis farþega,“ segir Adam Slater.

Samkvæmt öryggisskýrslu Uber fyrir Bandaríkin, sem var birt í síðasta mánuði, var tilkynnt um 998 kynferðisbrot árið 2020, þar af 141 nauðgun. Atvikin skipta þúsundum frá 2017.

Í stefnunni er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa ekki kannað bakgrunn ökumanna með fullnægjandi hætti. Talsmenn fyrirtækisins segja hins vegar að úrbætur hafi verið gerðar á starfsemi fyrirtækisins á síðustu árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×