Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 14:31 Uber hélt áfram starfsemi víða í Evrópu jafnvel þótt þjónusta fyrirtækisins hefði verið sögð ekki samrýmast lögum. Til átaka kom í París og víðar. epa/Ian Langsdon Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag. Leigubílar Frakkland Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag.
Leigubílar Frakkland Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira