Klopp telur að titilbaráttan á næsta ári verði ekki bara á milli Liverpool og City Atli Arason skrifar 14. júlí 2022 07:30 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það af og frá að Liverpool og Manchester City séu einu tvö liðin sem munu skara frammúr í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00