Klopp telur að titilbaráttan á næsta ári verði ekki bara á milli Liverpool og City Atli Arason skrifar 14. júlí 2022 07:30 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það af og frá að Liverpool og Manchester City séu einu tvö liðin sem munu skara frammúr í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00