4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 13:01 Yfirvöld og dýraverndarsamtök freista þess nú að finna heimili fyrir hundana. Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira