Enski boltinn

Koulibaly í sigtinu hjá Chelsea

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kalidou Koulibaly gæti verið á leið til Lundúna. 
Kalidou Koulibaly gæti verið á leið til Lundúna.  Vísir/Getty

Forráðamenn Chelsea eru að sögn enskra fjölmiðla í viðræðum við kollega sína hjá Napoli um kaup á senegalska varnarmanninum Kalidou Koulibaly.

Thomas Tuchel freistar þess að styrkja varnarlínu sína eftir að hafa misst Antonio Rüdiger til Real Madrid og Andreas Christensen til Barcelona á frjálsri sölu.

Koulibaly á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Napoli en talið er að hann sé falur fyrir um það 40 milljónir evra í sumar.

Þessi 31 árs gamli varnarmaður verður liðsfélagi samlands síns Edouard Mendy sem stendur á milli stanganna hjá Chelsea en þeir félagar urðu Afríkumeistara í febrúar fyrr á þessu ári.

Chelsea eru einnig orðaðir við Nathan Ake, leikmann Manchester City, Sevilla-manninn Jules Kounde, Josko Gvardiol, miðvörð RB Leipzig og Presnel Kimpembe hjá PSG.

Þá ku Matthijs de Ligt, sem spilar með Juventus einnig vera á radarnum hjá Chelsea en talið er að hann vilji frekar fara til Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×