Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 17:01 Stuðningsfólk Liverpool mátti þola ýmislegt áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst. Adam Davy/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30
Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31