UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Atli Arason skrifar 3. júní 2022 19:30 Stade de France leikvangurinn rétt áður en úrslitaleikur Real Madrid og Liverpool hófst. Getty Images Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. „UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
„UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira