Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 08:01 Lögreglumaður úðar táragasi á stuðningsmann Liverpool sem svarar með því að sýna honum fingurinn. Matthias Hangst/Getty Images Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34